Fara á efnissvæði

Eignaflokkar

Eignir í eigu Félagsbústaða skiptast í fjóra flokka.

Stærsti flokkurinn eru almennar íbúðir sem eru ætlaðar fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda. Flestar þessara íbúða eru stakar og dreifðar um alla Reykjavík en Félagsbústaðir eiga einnig nokkur heil fjölbýlishús og stigaganga.

Húsnæði fyrir fatlað fólk er ætlað fólki sem þarfnast sértækrar aðstoðar vegna fötlunar sinnar. Íbúðirnar eru dreifðar um Reykjavík og oft er um íbúðakjarna að ræða með fimm til sex íbúðum. Sumir kjarnanna geta verið dreifðir um hús eða þyrpingu húsa sem sækja þjónustu á sama stað, á meðan aðrir eru í sérstæðum heilum húsum eða íbúðirnar á sömu hæð.

Félagsbústaðir eiga og reka þjónustuíbúðir fyrir aldraða í sex stórum kjörnum í Reykjavík:

  • Dalbraut 23-27
  • Furugerði 1
  • Hjallasel 55 (Seljahlíð)
  • Lindargötu 57-66
  • Lönguhlíð 3
  • Norðurbrún 1

Húsnæði fyrir heimilislausa einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru stakar íbúðir, smáhýsi auk íbúðakjarna og herbergja í Reykjavík. Um er að ræða húsnæði fyrir fólk með flóknar og miklar þjónustuþarfir og hefur verið gert aðgengilegt fyrir tiltekna notkun eða skilgreint sérstaklega fyrir fólk sem ekki á heimili.

 

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála