Fara á efnissvæði

Eignaflokkar

Eignir í eigu Félagsbústaða skiptast í fjóra flokka.

Stærsti flokkurinn eru almennar íbúðir sem eru ætlaðar fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda. Rétt rúmlega helmingur leigueininga Félagsbústaða eru stakar íbúðir, dreifðar um alla Reykjavík, aðrar leigueiningar eru í húsnæði sem er að fullu í eigu félagsins.

Húsnæði fyrir fatlað fólk er ætlað fólki sem þarfnast sértækrar aðstoðar vegna fötlunar sinnar. Íbúðirnar eru dreifðar um Reykjavík og  samanstanda að mestu leiti  af íbúðakjörnum með 5-6 leiguíbúðum, auk starfsmannaaðstöðu staðsettri í kjarnanum. Starfsmenn kjarnans þjónusta einnig íbúa í öðrum íbúðum félagsins í nágrenninu eftir því sem tilefni og ástæða er til. 

Félagsbústaðir eiga og reka þjónustuíbúðir fyrir aldraða í sex stórum kjörnum í Reykjavík:

  • Dalbraut 23-27
  • Furugerði 1
  • Hjallasel 55 (Seljahlíð)
  • Lindargötu 57-66
  • Lönguhlíð 3
  • Norðurbrún 1

Húsnæði fyrir heimilislausa einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru stakar íbúðir, smáhýsi auk íbúðakjarna og herbergja í Reykjavík. Sérstakt stuðningsteymi á vegum Velferðarsviðs sér um að aðstoða og styðja þennan hóp í búsetu í þessu úrræði.

 

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála