Chat with us, powered by LiveChat

UPPBYGGING OG ÁHERSLUR

Stefna borgaryfirvalda um að 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir er liður í því að mæta grundvallarmannréttindum um húsnæði á viðráðanlegu verði og stuðla að betri efnahag, heilsu og auknum tækifærum einstaklinga til samfélagslegrar þátttöku.

Uppbygging félagslegs leiguhúsnæðis Félagsbústaða, áherslur og áætlanir taka mið af áherslum borgaryfirvalda og stjórnar félagsins. Stefnt er að því að framboð á félagslegu leiguhúsnæði aukist í hlutfalli við aukningu íbúða í borginni og fari ekki undir 5%. Síðastliðin 10 ár hefur leiguíbúðum fjölgað um 821. 

Áhersla er lögð á að hlutfall félagslegs leiguhúsnæðis sé sem jafnast í hverfum borgarinnar en það ræðst þó einnig af framboði, verðlagi og fleiri þáttum. Við kaup á íbúðum er horft til fjölmargra þátta m.a. reglna Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um viðmiðunarstærðir, ástands, viðhaldsþarfar, skipulags, staðsetningar, aðgengis auk annarra atriða. Stefna Félagsbústaða er að kaupa stakar íbúðir í fjölbýlishúsum en einnig byggir félagið lítil fjölbýlishús sem mæta sérhæfðum þörfum tiltekins hóps fatlaðs fólks. Að jafnaði er við það miðað að Félagsbústaðir eigi ekki meira en 10% í fjölbýli þar sem eignarhald er dreift. 

Á árunum 2023 til 2027 er áætlað að nýjum almennum félagslegum leiguíbúðum fjölgi um 382 auk 125 íbúða fyrir fyrir fatlað fólk. 

Fjölgun félagslegra íbúða á árunum 2013-2023

Að hverju ertu að leita?