Chat with us, powered by LiveChat

ÁRSHLUTAREIKNINGUR 30.09.2018

Tilkynningar

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning  30.09. 2018 á fundi sínum í dag. Helstu kennitölur reikningsins eru:

  • Rekstrartekjur tímabilsins námu 2.982 millj.kr.
  • Afkoma tímabilsins fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 1.336 millj.kr. eða 44,8% af rekstrartekjum
  • Matshækkun fjárfestingaeigna fyrir tímabilið nam 2.047 millj.kr.
  • Hagnaður tímabilsins nam 1.729 millj.kr.
  • Virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins er 81.176 millj.kr.
  • Eigið fé í lok tímabilsins er 41.985 millj.kr.
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins er 50,9%
  • Vaxtaberandi skuldir í lok tímabils nema 37.724 millj.kr.

Félagsbústaðir eru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands og fylgir þeim reglum sem gilda um skráð félög. Samþykktir félagsins kveða einnig á um fyrirkomulag ýmissa þátta í starfseminni og eru aðgengilegar á vefsíðu þess ásamt þeim lögum sem gilda um félagið.

Rekstur og afkoma

Rekstrartekjur Félagsbústaða á fyrri helmingi 2018 námu 2.982 millj.kr. og jukust um 4,8% milli ára en þar munar mest um 5% hækkun leiguverðs sem tók gildi 1. ágúst 2017 og stækkun eignasafnsins.  Rekstur og viðhald eigna hækkar í takt við stækkun og verðlag. Rekstrarhagnaðarhlutfall (EBIT%) er nokkuð lægra en á fyrra ári eða 44,8% s.b.v. 46,5% fyrir sama tímabil 2017.

Eignasafn og efnahagur

Heildareignir félagsins námu 82.479 millj.kr. í lok tímabilsins en þær jukust um 6,2% frá ársbyrjun. Fjárfestingareignir jukust um 5,1% eða 3.911 millj.kr., fjárfest var fyrir 1.864 millj.kr. og matsbreyting nam 2.047 millj.kr. Ný langtímalán námu 2.054 millj.kr. og stofnframlög frá ríki og borg námu 901 millj.kr. á tímabilinu. Eigið fé hækkaði um ríflega 1,7 milljarða frá ársbyrjun 2018. Eiginfjárhlutfall í lok tímabils var 50,9% en 51,8% í lok árs 2017. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

Skuldabréfaútboð

Á síðastliðnu ári var undirbúið skuldabréfaútboð á vegum félagsins.  Með setningu laga nr. 52/2016 er hagkvæmt fyrir félagið að sækja um stofnframlög til að fjármagna stækkun eignasafnsins.  Á móti stofnframlögum, sem í tilfelli Félagsbústaða geta numið allt að 34% af stofnverði, þarf að fjármagna skuldir sem er talið hagstætt af félaginu að gera með útgáfu á skuldabréfum sem skráð eru á skuldbréfamarkaði.  Fyrsta útboð félagsins á skuldabréfum fór fram 11. janúar 2018 og stefnir félagið á að vera reglulegur útgefandi skuldabréfa.

Þróun eignasafns

Félagsbústaðir gengu frá kaupum á 49 fasteignum á fyrstu 9 mánuðum 2018 en félagið áformar að fjölga leigueiningum um 99 á árinu. Það verði aðallega gert með kaupum á íbúðum á almennum markaði.  Félagsbústaðir tóku í notkun 2 búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga á vormánuðum.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri, sigrun@felagsbustadir.is, sími 520 1500

Rectangle 1701
Auglýst eftir óháðu stjórnarfólki Félagsbústaða
felagsbustadir-logo-animation2
Lokum fyrr á föstudaginn
Svidsstjori
Við leitum að nýjum sviðsstjóra eigna- og viðhaldssviðs
history-of-christmas-ornaments-1569621201
Jólakveðja
image
Breyting á eindaga húsaleigureikninga
lokad
Lokað á föstudaginn
easter-image-01
Gleðilega Páska!
Capture Alfreð
Vantar þig sumarstarf?

Að hverju ertu að leita?