Chat with us, powered by LiveChat

ÁRSHLUTAREIKNINGUR 31.03.2019

Fréttir

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning  31.03. 2019 á fundi sínum í dag. Helstu kennitölur reikningsins eru:

  • Rekstrartekjur tímabilsins námu 1.050 millj.kr.
  • Afkoma tímabilsins fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 470 millj.kr. eða 44,1% af rekstrartekjum
  • Matshækkun fjárfestingaeigna fyrir tímabilið nam 253 millj.kr.
  • Hagnaður tímabilsins nam 261 millj.kr.
  • Virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins er 83.898 millj.kr.
  • Eigið fé í lok tímabilsins er 42.902 millj.kr.
  • Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins er 50,9%
  • Vaxtaberandi skuldir í lok tímabils nema 39.154 millj.kr.

Félagsbústaðir eru með skráð skuldabréf í Kauphöll Íslands og fylgir þeim reglum sem gilda um skráð félög. Samþykktir félagsins kveða einnig á um fyrirkomulag ýmissa þátta í starfseminni og eru aðgengilegar á vefsíðu þess ásamt þeim lögum sem gilda um félagið.

Rekstur og afkoma

Rekstrartekjur Félagsbústaða á fyrsta ársfjórðungi 2019 námu 1.050 millj.kr. og jukust um 7,6% milli ára en þar munar mest um hækkun verðbólgu og stækkun eignasafnsins.  Rekstur og viðhald eigna hækkar í takt við stækkun og verðlag. Rekstrarhagnaðarhlutfall (EBIT%) er nokkuð lægra en á fyrra ári eða 44,1% s.b.v. 44,8% fyrir sama tímabil 2018.

Eignasafn og efnahagur

Heildareignir félagsins námu 84.296 millj.kr. í lok tímabilsins en þær jukust um 0,7% frá ársbyrjun. Fjárfestingareignir jukust um 0,8% eða 696 millj.kr., fjárfest var fyrir 389 millj.kr. og matsbreyting nam 253 millj.kr. Engin ný langtímalán voru tekin á tímabilinu en stofnframlög frá ríki og borg námu 209 millj.kr. á tímabilinu. Eigið fé hækkaði um ríflega 261 millj.kr. frá ársbyrjun 2019. Eiginfjárhlutfall í lok tímabils var 50,9% en 50,9% í lok árs 2018. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

Skuldabréfaútboð

Félagsbústaðir munu á næstunni gefa út í fyrsta skipti svonefnd samfélagsskuldabréf. Tilgangur útgáfunnar er meðal annars að fjármagna frekari fjárfestingar í leiguhúsnæði á vegum félagsins, en stefnt er að því að fjölga íbúðum Félagsbústaða um a.m.k. 520 fram til ársins 2022.

Þróun eignasafns

Félagsbústaðir gengu frá kaupum á 4 fasteignum á fyrstu 3 mánuðum 2019 en félagið áformar að fjölga leigueiningum um 125 á árinu. Það verði aðallega gert með kaupum á nýjum íbúðum á almennum markaði.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri, sigrun@felagsbustadir, sími 520 1500

Smellið hér til að opna skjalið í PDF

Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás
merki-fjorflokkarnir
Breytingar á sorphirðu og flokkun
23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Picture1
Utanhússframkvæmdir að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45, sumarið 2023

Að hverju ertu að leita?