Fara á efnissvæði
Fréttayfirlit

FÉLAGSBÚSTAÐIR: ÚTBOÐ Á SKULDABRÉFUM 11. JANÚAR

11.01.2018

Félagsbústaðir hf. efna til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 11. janúar næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í tveimur nýjum flokkum, FB100366 og FB100666u. Báðir flokkar eru til 48 ára, verðtryggðir með jöfnum greiðslum og veðtryggðir með nýju tryggingafyrirkomulagi félagsins með að hámarki 75% veðsetningu miðað við uppreiknað fasteignamat. Munur á flokkunum felst í uppgreiðsluheimild samkvæmt FB100366u eftir 20 og 30 ár, en FB100366 er óuppgreiðanlegur.

Fjárfestingabankasvið Arion banka hf. hefur umsjón með útboðinu. Heildarstærð útboðsins getur verið allt að þrír milljarðar króna, en útgáfuáætlun félagsins nemur allt að 7,5 milljörðum króna til ársloka 2018. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið er. Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna þeim öllum.

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr., 1. tl. a og b 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, en grunnlýsing vegna útgáfuramma félagsins er birt ásamt endanlegum skilmálum þeirra skuldabréfa sem gefin verða út og óskað eftir að tekin verði til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. hefur umsjón með því ferli að fá grunnlýsinguna staðfesta hjá Fjármálaeftirlitinu.

Nánari upplýsingar veita:

Auðun Freyr Ingvarsson, á netfanginu audun@felagsbustadir eða í síma 520 1500

Birgir Guðfinnsson, marðaðsviðskiptum fjárfestingarbankasviðs Arion banka hf., á netfanginu verdbrefamidlun@arionbanki.is eða í síma 444 7337

Sjá nánar hér.

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála