Chat with us, powered by LiveChat

AÐ BÚA Í FJÖLBÝLI

Til þess að tryggja farsæla samvist í fjölbýlishúsum eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

Félagsbústaðir leggja mikið upp úr því að sambýli í fjölbýlishúsum þar sem félagið á íbúðir gangi sem best, fólk taki tillit til hvors annars og líði almennt vel. Í leigusamningi fara þjónusturáðgjafar yfir almennar umgengnisreglur í fjölbýlishúsum og leiðbeina tilvonandi leigjendum eftir því sem við á að sinna þeim skyldum og ábyrgð sem því fylgir að búa í fjölbýlishúsi. 

Til að tryggja farsæla samvist er sérstaklega mikilvægt að gæta að því að:

  • Sýna tillitsemi, hafa í huga að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og gæta þess að vera ekki með hávaða, háreysti, háværa tónlist og óþarfa umgang í sameign milli kl. 22 á kvöldin og 8 á morgnana.
  • Ganga þrifalega um sameiginleg rými og geyma ekki muni, umbúðir, rusl eða annað í sameign, í hjólageymslum eða öðrum sameiginlegum rýmum. Vélhjól skulu undantekningarlaust geymd utandyra, bíldekk inn í geymslum og reiðhjól í hjólageymslum. Rusli skal hent í ruslatunnur eða farið með það í Sorpu. 
  • Fylgja reglum um dýrahald í fjölbýlishúsum. Félagsbústaðir eru almennt samþykk dýrahaldi í íbúðum félagsins en vekja athygli á að dýrahald í fjölbýlishúsum er alltaf háð samþykktum íbúa sbr. 33. gr. a. í lögum um fjöleignahús nr. 26/1994 og er háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang.
  • Sinna sameignarskyldum, þar sem við á, sem felast oftast í því að ryksuga stigagang, skúra, þrífa rúður, þurrka af og skipta um ruslatunnur. 
  • Gæta sérstaklega að því að reykingalykt berist ekki fram á stigagang eða í sameiginleg rými og passa eftir ítrasta megni upp á að reykingar hafi ekki áhrif á nágranna. 

Að hverju ertu að leita?