Fara á efnissvæði

Ertu að flytja annað?

Ef þú ákveður að flytja annað skaltu tilkynna uppsögn á leigusamningi íbúðar til þjónustuborðs Félagsbústaða með tölvupósti, í síma eða á netspjalli. Almennt er þriggja mánaða uppsagnarfrestur á leigu en við reynum eftir fremsta megni að vera sveigjanleg og koma til móts við leigjendur við skil á íbúðum. Leiga er greidd fyrir þann mánuð sem lyklum er skilað á skrifstofu Félagsbústaða.

Áður en þú skilar íbúðinni skaltu tæma hana alveg og þrífa hana. Formleg skil íbúða eiga sér stað á skrifstofunni okkar þar sem þú fyllir út skilablað með helstu upplýsingum, undirritar og afhendir okkur lyklana að íbúðinni.

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála