Fara á efnissvæði

Sýning íbúðar

Þegar þú hefur fengið úthlutað húsnæði skaltu hafa samband við þjónustuborð Félagsbústaða í síma 520-1500, á netspjallinu eða í tölvupósti

Þjónusturáðgjafar taka niður símanúmerið og netfangið þitt og senda sýningarbeiðni til umsjónarmanns íbúðarinnar. Umsjónarmaður hefur svo samband við þig þegar íbúðin er tilbúin til sýningar, oftast næsta virka dag eða innan nokkurra daga, og mælir sér mót við þig til að sýna þér íbúðina sem þér hefur verið úthlutað.

Eftir að þú ert búin að skoða íbúðina þarftu að láta félagsráðgjafa í þjónustumiðstöð og þjónustuborð Félagsbústaða vita að íbúð sé tekið og bóka tíma í leigusamning hjá Félagsbústöðum. Oftast er hægt að koma í samning næsta virka dag.

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála