Chat with us, powered by LiveChat

VIÐHALD

Leigjendur sinna sjálfir minniháttar viðhaldi á íbúð sem kemur til vegna slits og notkunar. Félagsbústaðir sjá um stærra viðhald eins og viðgerðir á gluggum eða öðru fylgifé húsnæðisins.

Sem leigjandi sérð þú sjálf/ur um minniháttar viðhaldsþætti sem koma til vegna slits eða notkunar. Þetta á við um ljósaperuskipti, skipti á filter í eldhúsviftu, endurnýjun klósettsetu, sturtuhaus og -barka, úðara og sigti í krana, skipti á rafhlöðum í reykskynjurum, viðhaldi slökkvitækis, þrif á gardínum og hreinsun niðurfalla. Leigjandi greiðir fyrir smíði á lyklum. Það er mikilvægt að opna glugga og lofta vel út og þrífa reglulega til að íbúðin haldist í sem bestu ásigkomulagi. Ef þú reykir þá mælum við með því að reykja annaðhvort á svölum eða við glugga af sömu ástæðum.

Félagsbústaðir annast allt stærra viðhald á íbúðinni eins og viðgerðir á gluggum, heimilistækjum sem teljast fylgifé húsnæðis, hreinlætistækjum, læsingum, vatnskrönum, rafmagnstenglum, reykskynjurum og öðru því sem fylgir húsnæðinu. Þar sem Félagsbústaðir eiga hús í heild sinni eru skemmdir af völdum utanaðkomandi þátta, s.s. vegna veðurs, náttúruhamfara og aðila ótengdum leigjanda einnig á ábyrgð og kostnað félagsins. Þar sem Félagsbústaðir eiga stakar íbúðir tekur félagið þátt í kostnaði og viðgerðum ásamt því húsfélagi sem við á.

Það er mögulegt að semja sérstaklega um að þú annist að hluta eða öllu leyti það viðhald innan íbúðar sem okkur ber annars að sinna (t.d. að mála) en slíkt er alltaf háð skriflegu samþykki Félagsbústaða. 

Verði skemmdir á húsnæðinu af þínum völdum eða annarra tengdum þér berð þú sem leigjandi ábyrgð á greiðslu kostnaðar sem af skemmdunum hlýst.  

Hægt er að hafa samband við þjónustuborð vegna viðhaldserinda mánudaga til fimmtudaga milli 9:00 og 15:00 á föstudögum milli 9:00 og 14:00 í síma 520-1500. Einnig er hægt að hafa samband við okkur á netspjalli eða í gegnum tölvupóst. Utan opnunartíma skrifstofu veita lögregla, slökkvilið og neyðarþjónustur upplýsingar um hvert skal leita í neyðartilvikum. 

Að hverju ertu að leita?