Fara á efnissvæði

Jólaleikur

20.12.2017

Í fjórða árið í röð er blásið til jólaleiks VÍS og Félagsbústaða þar sem þátttakendur eiga kost á að fá í verðlaun glæsilegar gjafakörfur, stútfullar af góðgæti!

Nánar

ÚTGÁFUÁÆTLUN SKULDABRÉFA, STOFNUN ÚTGÁFURAMMA OG FYRIRHUGAÐ ÚTBOÐ

07.12.2017

Stjórn Félagsbústaða samþykkti í dag, 7. desember 2017, heimild til útgáfu skuldabréfa allt að 7,5 milljörðum króna á tímabilinu frá desember 2017 til ársloka 2018. Framangreind heimild veitti stjórnin samhliða samþykkt hennar á fjárhagsspá félagsins fyrir komandi fjárhagsár 2018, með fyrirvara um staðfestingu borgarstjórnar á fjárhagsspá.

Nánar

FÉLAGSBÚSTAÐIR FAGNA 20 ÁRA AFMÆLI

29.09.2017

Það var líflegt í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag þar sem Félagsbústaðir fögnuðu 20 ára afmæli félagsins ásamt leigutökum og samstarfsfólki. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra heiðruðu samkomuna með ávörpum og Ari Eldjárn sá kitlaði hláturtaugar gesta áður en ráðist var á kræsingarnar. Þær voru ekki af verri endanum, heimasmurt flatbrauð með hangikjöti, marsípan tertur ásamt öðru góðgæti.

Nánar

TILKYNNING TIL LEIGJENDA FÉLAGSBÚSTAÐA

25.09.2017

Af gefnu tilefni vilja Félagsbústaðir vekja athygli á því að endurleiga íbúða félagsins til ferðamanna til lengri eða skemmri tíma, að hluta til eða í heild, er með öllu óheimil samkvæmt ákvæðum leigusamninga félagsins og leigutaka og samkvæmt ákvæðum húsaleigulaga. Slík endurleiga samræmist ekki heldur tilgangi hinnar félagslegu húsnæðisaðstoðar sem liggur að baki öllum leigusamningum félagsins, en þar komast færri að en vilja. Búast má við tafarlausri riftun samninga við broti á þessu banni.

Nánar

FÉLAGSBÚSTAÐIR 20 ÁRA

11.09.2017

Félagsbústaðir bjóða viðskiptavinum sínum og samstarfsfólki til afmælishátíðar í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn kemur, þann 13. september. Hátíðin hefst kl 14:00 og stendur til um kl 16:00. Af þessum sökum verður skrifstofa félagsins lokuð frá kl 12:00 á miðvikudag. Hlökkum til að sjá ykkur á afmælishátíðinni. Starfsfólk Félagsbústaða

Nánar

Hækkun húsaleigu

27.07.2017

Borgarráð hefur samþykkt 5% hækkun á leiguverði Félagsbústaða og tekur hækkunin gildi 1. ágúst og er sú sama fyrir allar leigueiningar.

Nánar

Fréttatilkynning

10.06.2017

Í tengslum við hækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum og hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi Reykjavíkurborgar vilja Félagsbústaðir koma eftirfarandi á framfæri.

Nánar

FÉLAGSBÚSTAÐIR KAUPA EIGNIR

23.03.2017

Í lok árs 2016 keyptu Félagsbústaðir nokkrar fasteignir af Reykjavíkurborg. Afhending eignanna mun fara fram 1. apríl næstkomandi.

Nánar

TVEIR NÝIR ÍBÚÐAKJARNAR FYRIR FATLAÐ FÓLK Í BYGGINGU

23.02.2017

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók í dag fyrstu skóflustungu að nýjum íbúðakjarna við Austurbrún 6a. Kjarninn er annar af tveimur sem nú verður ráðist í að byggja.

Nánar

Víxlun reita á greiðsluseðli

01.02.2017

Sú leiða villa átti sér stað við útprentun greiðsluseðla vegna leigu fyrir febrúar 2017 að fjárhæðir bóta víxluðust. Sú fjárhæð sem á greiðsluseðlinum er merkt „húsaleigubætur“ er í raun fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings frá Reykjavíkurborg. Sú fjárhæð sem á greiðsluseðli er merkt „Sérst. Húsal.b.“ er í raun fjárhæð almennra húsnæðisbóta frá Vinnumálastofnun.

Nánar

HÚSNÆÐISBÆTUR OG SÉRTÆKUR HÚSNÆÐISSTUÐNINGUR

01.02.2017

Á greiðsluseðlum sem Félagsbústaðir senda út vegna íbúða sem félagið leigir út, er búið að draga frá bætur sem félagið fær greiddar vegna leiguíbúða, þ.e. almennar húsnæðisbætur frá vinnumálastofnun og sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Bætur eru háðar efnahag leigutaka, en um hann hafa Félagabústaðir ekki vitneskju. Ef leigutaki hefur ekki sótt um bætur koma þær ekki til frádráttar leigugreiðslu á greiðsluseðli og greiðslubyrði leigutaka hækkar.

Nánar

BREYTING Á LEIGUKERFI

19.01.2017

Nýtt kerfi til ákvörðunar leiguverðs hjá Félagsbústöðum tekur gildi frá og með 1.febrúar næstkomandi.

Nánar

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála