Fara á efnissvæði

Hátíðarkveðjur

19.12.2019

Við óskum leigjendum Félagsbústaða og samstarfsaðilum gleðilegrar jólahátíðar, gæfu og gleði á nýju ári. Með þökkum fyrir samskipti og samvinnu á árinu sem er að líða. Starfsfólk og stjórn Félagsbústaða.

Nánar

Fjárhagsáætlun 2020 og til næstu fimm ára

06.12.2019

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti á fundi sínum 5. desember 2019 fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2020. Fjárhagsáætlunin byggir á 9 mánaða fjárhagsuppgjöri félagsins og útgönguspá 2019

Nánar

Fyrstu félagslegu skuldabréf Félagsbústaða skráð í Kauphöll

04.12.2019

Félagsbústaðir skráðu í dag fyrsta félagslega skuldabréfið á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Skuldabréfið er um 6,4 milljarða að nafnvirði og er verðtryggt til 47 ára. Tilgangurinn með útgáfunni er að fjármagna byggingu á leiguíbúðum Félagsbústaða, en markmiðið er að fjölga íbúðum um 400 fram til ársins 2022. Félagslegu skuldabréf Félagsbústaða eru þau fjórðu sem skráð eru á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða hringdu inn fyrstu viðskipti með skuldabréfin.

Nánar

ÁRSHLUTAREIKNINGUR 30.09.2019

21.11.2019

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 30.09. 2019 á fundi sínum í dag 21. nóvember.

Nánar

Félagsbústaðir gefa út fyrstu félagslegu skuldabréfin á Íslandi

07.11.2019

Félagsbústaðir hafa gefið út svonefnd félagsleg skuldabréf, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Skuldabréfaflokkurinn, FB100366 SB, er verðtryggður til 47 ára og ber einfalda ábyrgð Reykjavíkurborgar.

Nánar

FÉLAGSBÚSTAÐIR GEFA ÚT FYRSTU FÉLAGSLEGU SKULDABRÉFIN Á ÍSLANDI (1)

07.11.2019

Félagsbústaðir hafa gefið út svonefnd félagsleg skuldabréf, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Skuldabréfaflokkurinn, FB100366 SB, er verðtryggður til 47 ára og ber einfalda ábyrgð Reykjavíkurborgar. Alls voru 6.400 milljónir að nafnvirði seldar í lokuðu útboði á ávöxtunarkröfunni 1,90% og verður óskað eftir töku flokksins til viðskipta á Sustainable Bond markaði Nasdaq Iceland. Tilgangur útgáfunnar er meðal annars að fjármagna frekari fjárfestingar í leiguhúsnæði á vegum félagsins, en stefnt er að því að fjölga íbúðum Félagsbústaða um rúmlega 500 fram til ársins 2022.

Nánar

VEGNA UMRÆÐU UM LÆKKUN HÚSNÆÐISSTUÐNINGS HJÁ FÉLAGSBÚSTÖÐUM

05.11.2019

Félagsbústaðir vilja árétta að ákvarðanir um húnæðisstuðning eru ekki teknar hjá Félagsbústöðum eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga.

Nánar

SVIÐSTJÓRI ÞJÓNUSTU- OG UPPLÝSINGASVIÐS

01.11.2019

Félagsbústaðir auglýsa stöðu Sviðstjóra þjónustu- og upplýsingasviðs.

Nánar

UPPLÝSINGAR TIL LEIGJENDA VEGNA SÉRSTAKS HÚSNÆÐISSTUÐNINGS

28.10.2019

Vegna áhrifa lagabreytingar sem snýr að útreikningi og leiðréttingum á örorkubótum hjá Tryggingastofnun munu húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði og sérstakur húsnæðisstuðningur frá Reykjavíkurborg lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda Félagsbústaða nú um mánaðamótin.

Nánar

ÁRSHLUTAREIKNINGUR 30.06.2019

27.08.2019

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 30.06. 2019 á fundi sínum í dag.

Nánar

ÁRSHLUTAREIKNINGUR 31.03.2019

27.05.2019

Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 31.03. 2019 á fundi sínum í dag.

Nánar

RIFTUN HÚSALEIGUSAMNINGA FÉLAGSBÚSTAÐA

08.05.2019

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarið um samskiptavandamál í tilteknu húsnæði í eigu Félagsbústaða er rétt að minna á að félagið á og leigir út liðlega 2600 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Félagsbústaðir eru hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar en um afnot leigjenda gilda leigusamningar sem gerðir eru í upphafi leigutíma og ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 þar með talið um uppsögn leigusamninga.

Nánar

RÁÐNING FRAMKVÆMDASTJÓRA

02.04.2019

Sigrún Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða, en hún hefur gegnt því starfi tímabundið frá því í október 2018 í kjölfar breytinga sem þá urðu á stjórnun félagsins. Hagvangur annaðist ráðningarferlið fyrir hönd stjórnar og var niðurstaða Hagvangs að Sigrún væri hæfust umsækjenda til að gegna starfi framkvæmdastjóra Félagsbústaða.

Nánar

FÉLAGSBÚSTAÐIR GEFA ÚT SAMFÉLAGSSKULDABRÉF

22.03.2019

Félagsbústaðir munu á næstunni gefa út í fyrsta skipti svonefnd samfélagsskuldabréf. Tilgangur útgáfunnar er meðal annars að fjármagna frekari fjárfestingar í leiguhúsnæði á vegum félagsins, en stefnt er að því að fjölga íbúðum Félagsbústaða um a.m.k. 550 fram til ársins 2022.

Nánar

ÁRSREIKNINGUR FÉLAGSBÚSTAÐA 2018

28.02.2019

Rekstrartekjur Félagsbústaða (FB) námu rúmum 4 milljörðum á árinu 2018 og jukust um tæp 10% milli ára. Aukning tekna skýrist af fjölgun leiguíbúða á árinu 2018 en félagið leigir nú út tæplega 2600 íbúðir í Reykjavík og vegna vísitölubundinnar hækkunar leiguverðs um 2,8% á árinu. Rekstrargjöld hækkuðu um liðlega 9% milli áranna 2017 og 2018.

Nánar

FÉLAGSFUNDUR FÉLAGS LEIGJENDA HJÁ FÉLAGSBÚSTÖÐUM

27.02.2019

Félagsbústaðir vilja vekja athygli á eftirfarandi félagsfundi Félags leigjendasamtaka leigjenda hjá Félagsbústöðum (FLHF).

Nánar

MIKILL MEIRIHLUTI ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ LEIGJA HJÁ FÉLAGSBÚSTÖÐUM

30.01.2019

Um 79% íbúa Félagsbústaða eru frekar eða mjög ánægðir með að leigja hjá félaginu en 13% eru frekar eða mjög óánægðir og 7% segjast hvorki ánægðir eða óánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði á viðhorfum leigjenda félagsins. Um síma- og netkönnun var að ræða sem fram fór frá 11. nóvember til 15. desember síðastliðinn. Alls voru 846 leigendur Félagsbústaða í upphaflegu úrtaki og var svarhlutfallið 35%.

Nánar

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála