Hátíðarkveðjur (1)
21.12.2020
Félagsbústaðir óska leigjendum og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og heillaríks komandi árs. Þökkum samskipti og samvinnu á árinu sem er að líða. Opnunartími skrifstofu er með hefðbundnum hætti en athugið að lokað er á Aðfangadag og Gamlársdag. Starfsfólk og stjórn Félagsbústaða.
Ert þú að bíða eftir svari?
11.12.2020
Bilun í vefþjóni Félagsbústaða hefur valdið því að erindi sem send hafa verið í gegnum "Hafðu samband" á heimasíðu undanfarnar vikur hafa ekki borist okkur.
Félagsbústaðir hljóta gullmerki Jafnvægisvogarinnar
26.11.2020
Félagsbústaðir hlutu viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð. Þar að auki gullmerki Jafnvægisvogarinnar.
Félagsbústaðir taka þátt í ICELAND INV18
23.10.2020
Hér með tilkynnist að Félagsbústaðir taka þátt í ICELAND INV18 verkefninu sem unnið er að frumkvæði Unimaze. Markmið verkefnisins er að stuðla að því að byggja upp snið fyrir rafræn reikngagerð og bókhald opinberra aðila hér á landi. The contents of this publication are the sole responsibility of Félagsbústaðir and do not necessarily reflect the opinion of the European Union.
Rafrænir greiðsluseðlar
16.10.2020
Frá og með 1. desember næstkomandi hættum við að senda út greiðsluseðla í bréfpósti. Áfram munu sundurliðaðir greiðsluseðlar birtast undir rafrænum skjölum í heimabankanum þínum. --- As of December 1st, bills will not be sent to tenants by mail. Like before, detailed payment slips can be found in your online banking account.
Vegna COVID-19 veirufaraldursins
07.10.2020
Í ljósi þriðju bylgju COVID-19 veirufaraldurs og tilmæla yfirvalda þess efnis munum við einungis taka á móti nauðsynlegum heimsóknum á skrifstofuna næstu tvær vikur, eins og í undirritun leigusamninga.
Árshlutareikningur
27.08.2020
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 30.06.2020 á fundi sínum í dag 27. ágúst.
Viðhaldssími færist í þjónustuver
26.08.2020
Viðhaldssími Félagsbústaða mun í dag 26. ágúst færast yfir í þjónustuver.
Við leitum að fjármálastjóra
14.08.2020
Félagsbústaðir leita að öflugum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf sviðsstjóra fjármálasviðs. Fjármálasvið ber ábyrgð á fjármálalegri umsýslu Félagsbústaða, fjárstýringu, fjárhagsgreiningum ásamt gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana.
Spennandi starf hjá Félagsbústöðum
02.07.2020
Félagsbústaðir leita að kraftmiklum og fjölhæfum verkefnastjóra til að sinna fjölbreyttum, krefjandi og skemmtilegum verkefnum á sviði fasteignaþróunar.
Aðalfundur Blokkarinnar - Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum
10.06.2020
Blokkin, félag leigjenda hjá Félagsbústöðum, boðar til aðalfundar miðvikudaginn 10.júní kl.18:30 í Lágholti í Gerðubergi. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, kosning stjórnar og umræður. Allir leigjendur hjartanlega velkomnir og fólk eindregið hvatt til að bjóða sig fram til stjórnar.
Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu
16.04.2020
Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017.
Greiðsludreifing fyrir þá sem hafa orðið fyrir atvinnumissi eða tekjufalli vegna Covid 19
06.04.2020
Leigjendur sem hafa orðið fyrir atvinnumissi eða tekjufalli vegna áhrifa Covid-19 faraldursins geta sótt um greiðsludreifingu og þurfa samhliða umsókn að skila gögnum sem sýna að þeir uppfylli skilyrði til frestunar á greiðslum. Jafnframt verður Félagsbústöðum heimilt að sannreyna upplýsingarnar.
Þóra til Félagsbústaða
06.04.2020
Þóra Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs hjá Félagsbústöðum.
Takmörkuð opnun skrifstofu
20.03.2020
Í ljósi COVID-19 veirufaraldurs og samkomubanns hafa Félagsbústaðir ákveðið að takmarka opnun skrifstofunnar frá og með mánudegi 23.mars og taka eingöngu á móti fólki sem á bókaðan fund eða viðtal
COVID-19
11.03.2020
Í ljósi COVID-19 veirufaraldurs í samfélaginu hafa Félagsbústaðir aukið við þrif og sótthreinsun í eignum fyrirtækisins með sérstaklega áherslu á svæði sem margar hendur snerta eins og hurðarhúna og handrið. Upplýsingar þar að lútandi verða hengdar upp í stigagöngum. Skrifstofa fyrirtækisins verður áfram opin skv. hefðbundnum opnunartíma en þeim tilmælum er þó beint til þeirra sem erindi hafa við Félagsbústaði að hafa frekar samband símleiðis í síma 520 1500 eða með tölvupósti á samskipti@felagsbustadir.is Allar nánari upplýsingar um forvarnir gegn COVID-19 er að finna á vef landlæknis.
Ársreikningur 2019
06.03.2020
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti ársreikning félagsins 2019 á fundi sínum í dag 6.mars. Hagnaður vegna hækkunar á eignasafni Hagnaður félagsins nam 4.497 millj.kr. er hann allur tilkominn vegna hækkunar á virði eigna, sá hagnaður verður ekki innleystur nema með eignasölu. Sjóðstreymi FB sýnir að handbært fé frá rekstri var 930 millj.kr. samanborið við 558 millj.kr. árið áður. Afborganir lána nema 824 millj.kr. Helstu kennitölur reikningsins eru:
Félagsbústaðir fluttir í Þönglabakka
06.02.2020
Félagsbústaðir hafa flutt skrifstofur sínar af Hallveigarstíg í Þönglabakka 4 í Mjódd.
Félagsbústaðir hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum FB100366 SB
06.02.2020
Félagsbústaðir hafa lokið við stækkun á félagslega skuldabréfaflokknum FB100366 SB. Gefin voru út skuldabréf að nafnverði kr. 3.500 milljónir og seld á ávöxtunarkröfunni 1,85%. Heildarstærð flokksins verður 9.900 milljónir króna að nafnvirði eftir stækkunina.