Fara á efnissvæði
Fréttayfirlit

Félagsbústaðir kaupa eignir

23.03.2017

Í lok árs 2016 keyptu Félagsbústaðir nokkrar fasteignir af Reykjavíkurborg. Afhending eignanna mun fara fram 1. apríl næstkomandi. Ein þeirra eigna sem um ræðir er Hjallasel 55, öðru nafni Seljahlíð. Þar taka Félagsbústaðir yfir eignarhald, rekstur og útleigu á um 50 þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Við það verður heildarfjöldi þjónustuíbúða í eigu félagsins um 350 íbúðir. Rekstur þjónustuíbúða í Seljahlíð verður áfram með svipuðu sniði og þjónustan óbreytt. Fyrirhugaðar eru nokkrar endurbætur á húsnæðinu, jafnt
að innan sem utan. Loftræsti- og hitakerfi hússins verða endurbætt, hugað að bættri lóðaumhirðu, brunavörnum komið í lag og viðhaldi sinnt á ytra byrði hússins. Þá verða íbúðir hússins útbúnar þannig að þær uppfylli skilyrði húsnæðisbóta. Endurbæturnar munu ekki hafa áhrif á ákvörðun leiguverðs, sem verður að ári liðnu samræmt við leiguverð á öðrum þjónustuíbúðum í eigu félagsins.

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála