Fara á efnissvæði
Fréttayfirlit

Heimsókn borgarstjóra

14.03.2022

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, heimsótti Félagsbústaði þann 10. mars síðastliðinn. Með í för var Sara Björg Sigurðardóttir formaður íbúaráðs Breiðholts. Hittu þau starfsfólk, fengu  kynningu á starfseminni og áttu gagnlegan fund með formanni Félagsbústaða, Haraldi Flosa Tryggvasyni, framkvæmdastjóra og sviðsstjórum. Var þetta fyrsta heimsókn borgarstjóra í nýlegt húsnæði skrifstofu Félagsbústaða að  Þönglabakka 4. Við þökkum ánægjlega heimsókn og leyfum myndunum að tala sínu máli.

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála