Chat with us, powered by LiveChat

ÓSKAÐ EFTIR ARKITEKTUM – TVÆR NÝJAR BYGGINGAR Á VEGUM FÉLAGSBÚSTAÐA

Fréttir

Félagsbústaðir í samstarfi við Arkitektafélag Íslands auglýsir eftir arkitektum til að hanna tvær nýjar byggingar. Byggingarnar eru annars vegar um 500 fermetra fjölbýlishús fyrir fatlað fólk á Háteigsvegi 59 (Sjómannaskólareitnum) og um 500 fermetra fjölbýlishús fyrir fatlað fólk í Vindási í Árbænum. Stefnt er að því að sitthvort teymið verða valið til að hanna hvort hús fyrir sig. Sjá nánari upplýsingar hér.

Áhugasamir skulu senda inn umsókn, að hámarki fjórar A4-blaðsíður, þar sem fram koma upplýsingar um teymið, fyrri verk sem teymið hefur unnið, verkefnastjórnun, nálgun og hugmyndafræði sem teymið sér fyrir að leggja upp með í verkefninu. Æskilegt er að ferilskrá hvers og eins í teymi fylgi í fylgiskjali með umsókninni. Ekki er ætlast til að sýndar séu tillögur að byggingunum í umsókninni. Allar umsóknir eru metnar bæði fyrir Háteigsveg og Vindás. Ef umsækjendur óska eftir að þeirra umsókn sé eingöngu metin fyrir annað hvort svæðið þá vinsamlegast komið því á framfæri í umsókninni.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. maí 2021, en gögnum skal skilað rafrænt á netfangið ai@ai.is. Nánari upplýsingar veitir einnig Gerður Jónsdóttir, á netfangið gerdur@ai.is og í síma 6956394.

Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás
merki-fjorflokkarnir
Breytingar á sorphirðu og flokkun
23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Picture1
Utanhússframkvæmdir að Barónsstíg 30 og Bergþórugötu 41-45, sumarið 2023

Að hverju ertu að leita?