Fara á efnissvæði
Fréttayfirlit

Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar - Félagsbústaðir taka við viðurkenningu

20.10.2021

Félagsbústaðir tóku við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun sem fram fór í Útvarpshúsinu 14. október síðastliðinn. Áður hafa Félagsbústaðir hlotið gullmerki Jafnvægisvogarinnar. Sú viðurkenning er veitt fyrirtækjum og stofnunum sem unnið hafa á framúrskarandi hátt að markmiðum Jafnvægisvogarinnar í rekstri sínum.

Jafnvægisvogin er samstarfsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, forsætisráðuneytisins, Sjóvá, Deloitte og Pipar/TBWA. Verkefnið vekur fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um mikilvægi fjölbreytileika og jafnvægi með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp en á meðal fyrirlesara voru Eliza Reid forsetafrú, Sunna Dóra Einarsdóttir, Rannveig Rist og Magnús Harðarson.

Myndirnar tók Silla Páls.

Þessi vefur notar vafrakökur. Lesa skilmála