Chat with us, powered by LiveChat

„VIÐ ERUM AÐ SJÁLFSÖGÐU STOLT OG ÁNÆGГ

Fréttir

Félagsbústaðir eru meðal framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo fyrir rekstrarárið 2020-2021. Viðurkenningar voru afhentar í Hörpu 21. október síðastliðinn.

Rúmlega 850 fyrirtæki eru á listanum sem telja um 2% virkra fyrirtæja á Íslandi. Creditinfo hefur gert þessa úttekt síðustu 12 ár og Félagsbústaðir hafa verið á listanum frá árinu 2016.

Félagsbústaðir eru í flokki stórra fyrirtækja þar sem eignir nema meira en 1.000 milljónum króna. Af 230 fyrirtækjum eru Félagsbústaðir þar í 27. sæti. Einnig er félagið fjórða af þeim tíu efstu fyrirtækja sem hafa konu sem framkvæmdastjóra eftir ársniðurstöðu.

„Við erum að sjálfsögðu stolt og ánægð að Félagsbústaðir séu meðal framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2020“, segir Sigrún Árnadóttir framkvæmdastjóri. Hún þakkar samstarfsaðilum, viðskiptavinum og starfsmönnum árangurinn.

Til þess að kröfum Creditinfo sé mætt þarf fyrirtæki að hafa sterkar stoðir og uppfylla 10 skilyrði. Meðal annars að fyrirtækið hafi skilað tímanlega ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár, hafi rekstrar tekjur að lágmarki 50 milljónir og eignir að minnsta kosti 100 milljónir síðustu þrjú ár. Enn fremur að framkvæmdastjóri sé skráður hjá RSK og ársniðurstaða hafi verið jákvæð síðustu þrjú ár.

Guðmundur Kristjánsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka afhenti Sigrúnu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Félagsbústaða gómsæta gjöf í tilefni þess að Félagsbústaðir hlutu á dögunum viðurkenninguna „framúrskarandi fyrirtæki 2020“  í flokki stærri fyirtækja hérlendis.

Sambýlið við Hagasel 23
Fyrsta opinbera byggingin sem hlýtur Svaninn
Askur
Veglegur styrkur úr Aski mannvirkjasjóði
Opnun á íbúðaskjarna að Vesturgötu 67
Nýr og glæsilegur íbúðakjarni við Vesturgötu
mynd mneð frétt
Breytingar til jöfnunar leiguverðs íbúða Félagsbústaða
Skoflustunga-Brekknaas-1
Hannað með tilliti til þarfa væntanlegra íbúa hússins
image-1
Samningur um nýbyggingu við Brekknaás
merki-fjorflokkarnir
Breytingar á sorphirðu og flokkun
23051902_skoflust_016.t64676b73.m800
Stefnt að 30% minna kolefnisspori við byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk

Að hverju ertu að leita?