Félagsbústaðir er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem hefur það hlutverk að tryggja framboð leiguhúsnæðis til einstaklinga og fjölskyldna sem ekki hafa tök á að eignast eigið húsnæði eða leigja á almennum markaði.
Í eigendastefnu er kveðið á um áherslur Reykjavíkurborgar við stjórnarhætti, stefnumótun, fjárhagsleg og félagsleg markmið í starfsemi Félagsbústaða. Stefnunni er ætlað að tryggja gagnsæja, faglega og skilvirka stjórnun félagsins.
Stjórn Félagsbústaða er skipuð þremur fulltrúm, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnin hefur sett sér starfsreglur með hliðsjón af lögum um hlutafélög og leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja.
Áhættunefnd er skipuð af stjórn og í henni eiga sæti þrír fulltrúar. Áhættunefnd gegnir m.a. því hlutverki að hafa eftirlit með framkvæmd áhættustýringar og leggja mat á hagnýtt gildi áhættustefnu.
Stjórn Félagsbústaða skipa:
- Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður.
- Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður.
- Laufey Líndal Ólafsdóttir, meðstjórnandi.
Framkvæmdastjóri er Sigrún Árnadóttir.