Stjórnskipulag
Starfsemi skrifstofu Félagsbústaða greinist í fjármálasvið, eigna-og viðhaldssvið, þjónustu- og upplýsingasvið og fasteignaþróun- og fasteignakaup.
-
Framkvæmdastjóri
Framkvæmdastjóri hefur með höndum stjórn á daglegum rekstri.
Undir fasteignaþróun og fasteingakaup falla verkefni eins og uppbygging eignasafns og samningar vegna fasteignaviðskipta.
-
Fjármálasvið
Fjármálasvið ber ábyrgð á fjármálalegri umsýslu, fjárstýringu, fjárhagsgreiningum og gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana. Fjármálasvið sér um innheimtu og greiðslu reikninga.
-
Eigna- og viðhaldssvið
Eigna- og viðhaldssvið annast viðhald fasteigna og standsetningu íbúða áður en þær fara til útleigu. Viðhaldsverkefni eru unnin í samræmi við árlegar viðhaldsáætlanir og tilfallandi viðhald, hugað er að hagkvæmni og sjálfbærni í efnisvali og orkunotkun.
-
Þjónustu- og upplýsingasvið
Þjónustu- og upplýsingasvið sér um samskipti og upplýsingamiðlun til leigjenda, annast gerð leigusamninga, móttöku og úrvinnslu erinda frá leigjendum og öðrum tengdum aðilum eins og húsfélögum og nágrönnum. Þjónustusvið sér um tengsl og samstarf við Blokkina, félag leigjenda hjá Félagsbústöðum.