Ársreikningur Félagsbústaða 2021 - Kaup fest á 117 félagslegum leiguíbúðum
24.03.2022
Ársreikningur Félagsbústaða var samþykktur á stjórnarfundi félagsins þann 17. mars sl. Einnig var á fundinum lögð fram áhrifaskýrsla vegna útgáfu félagslegra skuldabréfa á árinu 2021 og sjálfbærniskýrsla 2021.
Heimsókn borgarstjóra
14.03.2022
Borgarstjóri heimsótti Félagsbústaði þann 10. mars síðastliðinn.
Gleðileg jól
20.12.2021
Óskum leigjendum Félagsbústaða, samstarfsaðilum og viðskiptavinum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. -- Opnunartímar yfir hátíðarnar eru eftirfarandi: Þorláksmessa 23. desember - 09:00-14:00 Aðfangadagur 24. desember - LOKAÐ Mánudagur 27. desember - 10:00-15:00 28. desember - 30. desember - 09:00-15:00 Gamlársdagur 31. desember - LOKAÐ
Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifð leigufélag
12.11.2021
Í tilefni af aðsendri grein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist á visi.is fyrr í vikunni um starfsemi Félagsbústaða sé ég mig knúna til að koma mikilvægum upplýsingum um starfsemina á framfæri og leiðrétta rangfærslur eða misskilning sem fram kemur í skrifum Gunnars Smára.
„Við erum að sjálfsögðu stolt og ánægð“
27.10.2021
Félagsbústaðir eru meðal framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi samkvæmt greiningu Creditinfo fyrir rekstrarárið 2020-2021. Viðurkenningar voru afhentar í Hörpu 21. október síðastliðinn.
Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar
20.10.2021
Félagsbústaðir tóku við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun sem fram fór í Útvarpshúsinu 14. október síðastliðinn.
Vátryggingaútboð
01.09.2021
Félagsbústaðir óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2022-2024. Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2021-116722). Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 1.9.21 kl 10:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Félagsbústaða, Þönglabakka 4, Reykjavíka fyrir kl. 13:30, föstudaginn 1.10.21 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta.
Viðhorfskönnun meðal leigjenda framkvæmd í annað sinn
26.05.2021
Félagsbústaðir framkvæmdu í apríl viðhorfskönnun meðal leigjenda sinna í annað skipti, en síðasta könnun var framkvæmd í lok árs 2018. Alls fengu 1312 leigjendur Félagsbústaða könnunina og var svarhlutfallið 45,2% en um var að ræða tvöfalt stærra úrtak en 2018. Niðurstöður benda til þess að viðhorf leigjenda til félagsins og þeirrar þjónustu sem það veitir hefur batnað umtalsvert frá því könnunin var síðast framkvæmd árið 2018.
Óskað eftir arkitektum - Tvær nýjar byggingar á vegum Félagsbústaða
28.04.2021
Félagsbústaðir í samstarfi við Arkitektafélag Íslands auglýsir eftir arkitektum til að hanna tvær nýjar byggingar. Byggingarnar eru annars vegar um 500 fermetra fjölbýlishús fyrir fatlað fólk á Háteigsvegi 59 (Sjómannaskólareitnum) og um 500 fermetra fjölbýlishús fyrir fatlað fólk í Vindási í Árbænum. Stefnt er að því að sitthvort teymið verða valið til að hanna hvort hús fyrir sig.
Spennandi starf á eigna- og viðhaldssviði
26.04.2021
Félagsbústaðir leita að kraftmiklum og fjölhæfum sérfræðingi til starfa á eigna- og viðhaldssviði.
Jafnvægi í rekstri Félagsbústaða 2020
02.03.2021
Rekstur Félagsbústaða (FB), sem hafa þann tilgang að tryggja framboð af félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík, gekk vel á síðasta ári. Félagið leigir út hátt í 3000 íbúðir og á árinu 2020 var fjárfest í 127 nýjum íbúðum. Íbúðir félagsins eru í öllum hverfum borgarinnar og ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Nærri lætur að félagslegar leiguíbúðir séu um 5% af íbúðarhúsnæði í borginni og er leiguverð þeirra umtalsvert lægra en á almennum markaði.
Ertu að flytja annað?
29.01.2021
Ef þú ert að flytja annað þarft þú að tilkynna flutninginn á rafmagnsmæli til Veitna.
Breyting á opnunartíma
05.01.2021
Líkt og víðar í þjóðfélaginu er nú verið að innleiða styttri vinnuviku hjá Félagsbústöðum. Í tengslum við það munum við loka klukkan 14 á föstudögum frá áramótum. Aðra daga vikunnar er opið milli 9 og 15 eins og áður.
Hátíðarkveðjur (1)
21.12.2020
Félagsbústaðir óska leigjendum og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og heillaríks komandi árs. Þökkum samskipti og samvinnu á árinu sem er að líða. Opnunartími skrifstofu er með hefðbundnum hætti en athugið að lokað er á Aðfangadag og Gamlársdag. Starfsfólk og stjórn Félagsbústaða.
Ert þú að bíða eftir svari?
11.12.2020
Bilun í vefþjóni Félagsbústaða hefur valdið því að erindi sem send hafa verið í gegnum "Hafðu samband" á heimasíðu undanfarnar vikur hafa ekki borist okkur.
Félagsbústaðir hljóta gullmerki Jafnvægisvogarinnar
26.11.2020
Félagsbústaðir hlutu viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki fimmta árið í röð. Þar að auki gullmerki Jafnvægisvogarinnar.
Félagsbústaðir taka þátt í ICELAND INV18
23.10.2020
Hér með tilkynnist að Félagsbústaðir taka þátt í ICELAND INV18 verkefninu sem unnið er að frumkvæði Unimaze. Markmið verkefnisins er að stuðla að því að byggja upp snið fyrir rafræn reikngagerð og bókhald opinberra aðila hér á landi. The contents of this publication are the sole responsibility of Félagsbústaðir and do not necessarily reflect the opinion of the European Union.
Rafrænir greiðsluseðlar
16.10.2020
Frá og með 1. desember næstkomandi hættum við að senda út greiðsluseðla í bréfpósti. Áfram munu sundurliðaðir greiðsluseðlar birtast undir rafrænum skjölum í heimabankanum þínum. --- As of December 1st, bills will not be sent to tenants by mail. Like before, detailed payment slips can be found in your online banking account.
Vegna COVID-19 veirufaraldursins
07.10.2020
Í ljósi þriðju bylgju COVID-19 veirufaraldurs og tilmæla yfirvalda þess efnis munum við einungis taka á móti nauðsynlegum heimsóknum á skrifstofuna næstu tvær vikur, eins og í undirritun leigusamninga.
Árshlutareikningur
27.08.2020
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 30.06.2020 á fundi sínum í dag 27. ágúst.
Viðhaldssími færist í þjónustuver
26.08.2020
Viðhaldssími Félagsbústaða mun í dag 26. ágúst færast yfir í þjónustuver.
Við leitum að fjármálastjóra
14.08.2020
Félagsbústaðir leita að öflugum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf sviðsstjóra fjármálasviðs. Fjármálasvið ber ábyrgð á fjármálalegri umsýslu Félagsbústaða, fjárstýringu, fjárhagsgreiningum ásamt gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana.
Spennandi starf hjá Félagsbústöðum
02.07.2020
Félagsbústaðir leita að kraftmiklum og fjölhæfum verkefnastjóra til að sinna fjölbreyttum, krefjandi og skemmtilegum verkefnum á sviði fasteignaþróunar.
Aðalfundur Blokkarinnar - Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum
10.06.2020
Blokkin, félag leigjenda hjá Félagsbústöðum, boðar til aðalfundar miðvikudaginn 10.júní kl.18:30 í Lágholti í Gerðubergi. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, kosning stjórnar og umræður. Allir leigjendur hjartanlega velkomnir og fólk eindregið hvatt til að bjóða sig fram til stjórnar.
Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu
16.04.2020
Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017.
Greiðsludreifing fyrir þá sem hafa orðið fyrir atvinnumissi eða tekjufalli vegna Covid 19
06.04.2020
Leigjendur sem hafa orðið fyrir atvinnumissi eða tekjufalli vegna áhrifa Covid-19 faraldursins geta sótt um greiðsludreifingu og þurfa samhliða umsókn að skila gögnum sem sýna að þeir uppfylli skilyrði til frestunar á greiðslum. Jafnframt verður Félagsbústöðum heimilt að sannreyna upplýsingarnar.
Þóra til Félagsbústaða
06.04.2020
Þóra Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs hjá Félagsbústöðum.
Takmörkuð opnun skrifstofu
20.03.2020
Í ljósi COVID-19 veirufaraldurs og samkomubanns hafa Félagsbústaðir ákveðið að takmarka opnun skrifstofunnar frá og með mánudegi 23.mars og taka eingöngu á móti fólki sem á bókaðan fund eða viðtal
COVID-19
11.03.2020
Í ljósi COVID-19 veirufaraldurs í samfélaginu hafa Félagsbústaðir aukið við þrif og sótthreinsun í eignum fyrirtækisins með sérstaklega áherslu á svæði sem margar hendur snerta eins og hurðarhúna og handrið. Upplýsingar þar að lútandi verða hengdar upp í stigagöngum. Skrifstofa fyrirtækisins verður áfram opin skv. hefðbundnum opnunartíma en þeim tilmælum er þó beint til þeirra sem erindi hafa við Félagsbústaði að hafa frekar samband símleiðis í síma 520 1500 eða með tölvupósti á samskipti@felagsbustadir.is Allar nánari upplýsingar um forvarnir gegn COVID-19 er að finna á vef landlæknis.
Ársreikningur 2019
06.03.2020
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti ársreikning félagsins 2019 á fundi sínum í dag 6.mars. Hagnaður vegna hækkunar á eignasafni Hagnaður félagsins nam 4.497 millj.kr. er hann allur tilkominn vegna hækkunar á virði eigna, sá hagnaður verður ekki innleystur nema með eignasölu. Sjóðstreymi FB sýnir að handbært fé frá rekstri var 930 millj.kr. samanborið við 558 millj.kr. árið áður. Afborganir lána nema 824 millj.kr. Helstu kennitölur reikningsins eru:
Félagsbústaðir fluttir í Þönglabakka
06.02.2020
Félagsbústaðir hafa flutt skrifstofur sínar af Hallveigarstíg í Þönglabakka 4 í Mjódd.
Félagsbústaðir hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum FB100366 SB
06.02.2020
Félagsbústaðir hafa lokið við stækkun á félagslega skuldabréfaflokknum FB100366 SB. Gefin voru út skuldabréf að nafnverði kr. 3.500 milljónir og seld á ávöxtunarkröfunni 1,85%. Heildarstærð flokksins verður 9.900 milljónir króna að nafnvirði eftir stækkunina.
Hátíðarkveðjur
19.12.2019
Við óskum leigjendum Félagsbústaða og samstarfsaðilum gleðilegrar jólahátíðar, gæfu og gleði á nýju ári. Með þökkum fyrir samskipti og samvinnu á árinu sem er að líða. Starfsfólk og stjórn Félagsbústaða.
Fjárhagsáætlun 2020 og til næstu fimm ára
06.12.2019
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti á fundi sínum 5. desember 2019 fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2020. Fjárhagsáætlunin byggir á 9 mánaða fjárhagsuppgjöri félagsins og útgönguspá 2019
Fyrstu félagslegu skuldabréf Félagsbústaða skráð í Kauphöll
04.12.2019
Félagsbústaðir skráðu í dag fyrsta félagslega skuldabréfið á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Skuldabréfið er um 6,4 milljarða að nafnvirði og er verðtryggt til 47 ára. Tilgangurinn með útgáfunni er að fjármagna byggingu á leiguíbúðum Félagsbústaða, en markmiðið er að fjölga íbúðum um 400 fram til ársins 2022. Félagslegu skuldabréf Félagsbústaða eru þau fjórðu sem skráð eru á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða hringdu inn fyrstu viðskipti með skuldabréfin.
ÁRSHLUTAREIKNINGUR 30.09.2019
21.11.2019
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 30.09. 2019 á fundi sínum í dag 21. nóvember.
Félagsbústaðir gefa út fyrstu félagslegu skuldabréfin á Íslandi
07.11.2019
Félagsbústaðir hafa gefið út svonefnd félagsleg skuldabréf, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Skuldabréfaflokkurinn, FB100366 SB, er verðtryggður til 47 ára og ber einfalda ábyrgð Reykjavíkurborgar.
FÉLAGSBÚSTAÐIR GEFA ÚT FYRSTU FÉLAGSLEGU SKULDABRÉFIN Á ÍSLANDI (1)
07.11.2019
Félagsbústaðir hafa gefið út svonefnd félagsleg skuldabréf, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Skuldabréfaflokkurinn, FB100366 SB, er verðtryggður til 47 ára og ber einfalda ábyrgð Reykjavíkurborgar. Alls voru 6.400 milljónir að nafnvirði seldar í lokuðu útboði á ávöxtunarkröfunni 1,90% og verður óskað eftir töku flokksins til viðskipta á Sustainable Bond markaði Nasdaq Iceland. Tilgangur útgáfunnar er meðal annars að fjármagna frekari fjárfestingar í leiguhúsnæði á vegum félagsins, en stefnt er að því að fjölga íbúðum Félagsbústaða um rúmlega 500 fram til ársins 2022.
VEGNA UMRÆÐU UM LÆKKUN HÚSNÆÐISSTUÐNINGS HJÁ FÉLAGSBÚSTÖÐUM
05.11.2019
Félagsbústaðir vilja árétta að ákvarðanir um húnæðisstuðning eru ekki teknar hjá Félagsbústöðum eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga.
SVIÐSTJÓRI ÞJÓNUSTU- OG UPPLÝSINGASVIÐS
01.11.2019
Félagsbústaðir auglýsa stöðu Sviðstjóra þjónustu- og upplýsingasviðs.
UPPLÝSINGAR TIL LEIGJENDA VEGNA SÉRSTAKS HÚSNÆÐISSTUÐNINGS
28.10.2019
Vegna áhrifa lagabreytingar sem snýr að útreikningi og leiðréttingum á örorkubótum hjá Tryggingastofnun munu húsnæðisbætur frá Íbúðalánasjóði og sérstakur húsnæðisstuðningur frá Reykjavíkurborg lækka eða falla niður hjá hluta leigjenda Félagsbústaða nú um mánaðamótin.
ÁRSHLUTAREIKNINGUR 30.06.2019
27.08.2019
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 30.06. 2019 á fundi sínum í dag.
ÁRSHLUTAREIKNINGUR 31.03.2019
27.05.2019
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 31.03. 2019 á fundi sínum í dag.
RIFTUN HÚSALEIGUSAMNINGA FÉLAGSBÚSTAÐA
08.05.2019
Vegna fjölmiðlaumfjöllunar undanfarið um samskiptavandamál í tilteknu húsnæði í eigu Félagsbústaða er rétt að minna á að félagið á og leigir út liðlega 2600 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Félagsbústaðir eru hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar en um afnot leigjenda gilda leigusamningar sem gerðir eru í upphafi leigutíma og ákvæði húsaleigulaga nr. 36/1994 þar með talið um uppsögn leigusamninga.
RÁÐNING FRAMKVÆMDASTJÓRA
02.04.2019
Sigrún Árnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Félagsbústaða, en hún hefur gegnt því starfi tímabundið frá því í október 2018 í kjölfar breytinga sem þá urðu á stjórnun félagsins. Hagvangur annaðist ráðningarferlið fyrir hönd stjórnar og var niðurstaða Hagvangs að Sigrún væri hæfust umsækjenda til að gegna starfi framkvæmdastjóra Félagsbústaða.
FÉLAGSBÚSTAÐIR GEFA ÚT SAMFÉLAGSSKULDABRÉF
22.03.2019
Félagsbústaðir munu á næstunni gefa út í fyrsta skipti svonefnd samfélagsskuldabréf. Tilgangur útgáfunnar er meðal annars að fjármagna frekari fjárfestingar í leiguhúsnæði á vegum félagsins, en stefnt er að því að fjölga íbúðum Félagsbústaða um a.m.k. 550 fram til ársins 2022.
ÁRSREIKNINGUR FÉLAGSBÚSTAÐA 2018
28.02.2019
Rekstrartekjur Félagsbústaða (FB) námu rúmum 4 milljörðum á árinu 2018 og jukust um tæp 10% milli ára. Aukning tekna skýrist af fjölgun leiguíbúða á árinu 2018 en félagið leigir nú út tæplega 2600 íbúðir í Reykjavík og vegna vísitölubundinnar hækkunar leiguverðs um 2,8% á árinu. Rekstrargjöld hækkuðu um liðlega 9% milli áranna 2017 og 2018.
FÉLAGSFUNDUR FÉLAGS LEIGJENDA HJÁ FÉLAGSBÚSTÖÐUM
27.02.2019
Félagsbústaðir vilja vekja athygli á eftirfarandi félagsfundi Félags leigjendasamtaka leigjenda hjá Félagsbústöðum (FLHF).
MIKILL MEIRIHLUTI ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ LEIGJA HJÁ FÉLAGSBÚSTÖÐUM
30.01.2019
Um 79% íbúa Félagsbústaða eru frekar eða mjög ánægðir með að leigja hjá félaginu en 13% eru frekar eða mjög óánægðir og 7% segjast hvorki ánægðir eða óánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði á viðhorfum leigjenda félagsins. Um síma- og netkönnun var að ræða sem fram fór frá 11. nóvember til 15. desember síðastliðinn. Alls voru 846 leigendur Félagsbústaða í upphaflegu úrtaki og var svarhlutfallið 35%.
GREIN Í FRÉTTABLAÐINU
12.12.2018
Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 sem hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Markmið rekstursins er að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum.
FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI 2018
06.12.2018
Félagsbústaðir fengu þriðja árið í röð viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki 2018. Félagsbústaðir eru meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla kröfur Creditinfo.
ÁRSHLUTAREIKNINGUR 30.09.2018
21.11.2018
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 30.09. 2018 á fundi sínum í dag.
FÉLAGSBÚSTAÐIR BREGÐAST VIÐ SKÝRSLU INNRI ENDURSKOÐUNAR REYKJAVÍKUR
15.10.2018
Stjórn Félagsbústaða hefur ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti félagsins í kjölfar úttektar sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á 53 íbúðum Félagsbústaða við Írabakka í Reykjavík.
NIÐURSTAÐA SKULDABRÉFAÚTBOÐS
06.09.2018
Lokuðu útboði Félagsbústaða hf. á skuldabréfum þann 6. september 2018 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í skuldabréfaflokkunum FB100366 og FB100366u.
ÚTBOÐ Á SKULDABRÉFUM 6. SEPTEMBER
31.08.2018
Félagsbústaðir hf. efna til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 6. september næstkomandi. Boðin verða til sölu ný skuldabréf í flokkunum, FB100366 og FB100366u.
ÁRSHLUTAREIKNINGUR 30.06.2018
23.08.2018
Stjórn Félagsbústaða hf. samþykkti árshlutareikning 30.06. 2018 á fundi sínum í dag.
ÁRSHLUTAREIKNINGUR FYRSTU 3 MÁNUÐI 2018
31.05.2018
Félagsbústaðir hf., eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, sem eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Markmið félagsins er að starfa í þágu almannaheilla og skal rekstur þess vera sjálfbær. Félagið á og rekur ríflega 2.500 íbúðir í Reykjavík.
BREYTTIR OPNUNARTÍMAR OG FLEIRA
02.05.2018
Eftirfarandi breytingar verða á opnunartíma skrifstofu Félagsbústaða og símatímum innheimtudeildar þann 1. maí næstkomandi.
NIÐURSTAÐA SKULDABRÉFAÚTBOÐS (1)
17.04.2018
Lokuðu útboði Félagsbústaða hf. á skuldabréfum þann 17. apríl 2018 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í áður útgefnum flokki FB100366 og nýjum flokki FB100366u.
ÚTBOÐ Á SKULDABRÉFUM 17. APRÍL
13.04.2018
Félagsbústaðir hf. efna til útboðs á skuldabréfum þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi. Boðin verða til sölu ný skuldabréf í flokkunum, FB100366 og FB100366u.
Ársreikningur 2017
06.03.2018
Félagsbústaðir hf, sem eru hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, eiga og reka félagslegt leiguhúsnæði sem úthlutað er af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Markmið félagsins er að starfa í þágu almannaheilla og skal rekstur þess vera sjálfbær.
Starfsdagur
27.02.2018
Skrifstofa Félagsbústaða verður lokuð föstudaginn 2. mars vegna starfsdags.
NIÐURSTAÐA SKULDABRÉFAÚTBOÐS (2)
08.02.2018
Lokuðu útboði Félagsbústaða hf. á skuldabréfum þann 8. febrúar 2018 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í tveimur flokkum, FB100366 og FB100366u.
ÚTBOÐ Á SKULDABRÉFUM 8. FEBRÚAR
02.02.2018
Félagsbústaðir hf. efna til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 8. febrúar næstkomandi. Boðin verða til sölu ný skuldabréf í flokkunum, FB100366 og FB100366u.
Niðurstaða skuldabréfaútboðs (3)
15.01.2018
Lokuðu útboði Félagsbústaða hf. á skuldabréfum þann 11. janúar 2018 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í tveimur nýjum flokkum, FB100366 og FB100366u.
FÉLAGSBÚSTAÐIR – FJÁRHAGSÁÆTLUN 2018 OG TIL NÆSTU 5 ÁRA
11.01.2018
Stjórn Félagsbústaða samþykkti á fundi sínum þann 7. desember 2017 fjárhagsætlun félagsins fyrir árið 2018 og til næstu fimm ára. Fjárhagsáætlunin byggir á 9 mánaða fjárhagsuppgjöri félagsins. Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar hefur nú staðfest fyrir hönd eigenda félagsins að framangreint samþykki stjórnarinnar feli í sér endanlega ákvörðun félagsins á fjárhagsáætluninni.
FÉLAGSBÚSTAÐIR: ÚTBOÐ Á SKULDABRÉFUM 11. JANÚAR
11.01.2018
Félagsbústaðir hf. efna til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 11. janúar næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í tveimur nýjum flokkum, FB100366 og FB100666u. Báðir flokkar eru til 48 ára, verðtryggðir með jöfnum greiðslum og veðtryggðir með nýju tryggingafyrirkomulagi félagsins með að hámarki 75% veðsetningu miðað við uppreiknað fasteignamat. Munur á flokkunum felst í uppgreiðsluheimild samkvæmt FB100366u eftir 20 og 30 ár, en FB100366 er óuppgreiðanlegur.
FÉLAGSBÚSTAÐIR – 5 ÁRA FJÁRHAGSÁÆTLUN 2018-2022, UPPFÆRÐ
11.01.2018
Félagsbústaðir birta nú uppfærða fjárhagsáætlun 2018 – 2022 þar sem nú er komin útgönguspá fyrir árið 2017 inn í áætlunina.
LOKAÐ VEGNA JARÐARFARAR
10.01.2018
Skrifstofa Félagsbústaða verður lokuð frá klukkan 12:00 á hádegi föstudaginn 12. janúar vegna jarðarfarar.
Jólaleikur
20.12.2017
Í fjórða árið í röð er blásið til jólaleiks VÍS og Félagsbústaða þar sem þátttakendur eiga kost á að fá í verðlaun glæsilegar gjafakörfur, stútfullar af góðgæti!
ÚTGÁFUÁÆTLUN SKULDABRÉFA, STOFNUN ÚTGÁFURAMMA OG FYRIRHUGAÐ ÚTBOÐ
07.12.2017
Stjórn Félagsbústaða samþykkti í dag, 7. desember 2017, heimild til útgáfu skuldabréfa allt að 7,5 milljörðum króna á tímabilinu frá desember 2017 til ársloka 2018. Framangreind heimild veitti stjórnin samhliða samþykkt hennar á fjárhagsspá félagsins fyrir komandi fjárhagsár 2018, með fyrirvara um staðfestingu borgarstjórnar á fjárhagsspá.
FÉLAGSBÚSTAÐIR FAGNA 20 ÁRA AFMÆLI
29.09.2017
Það var líflegt í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag þar sem Félagsbústaðir fögnuðu 20 ára afmæli félagsins ásamt leigutökum og samstarfsfólki. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra heiðruðu samkomuna með ávörpum og Ari Eldjárn sá kitlaði hláturtaugar gesta áður en ráðist var á kræsingarnar. Þær voru ekki af verri endanum, heimasmurt flatbrauð með hangikjöti, marsípan tertur ásamt öðru góðgæti.
TILKYNNING TIL LEIGJENDA FÉLAGSBÚSTAÐA
25.09.2017
Af gefnu tilefni vilja Félagsbústaðir vekja athygli á því að endurleiga íbúða félagsins til ferðamanna til lengri eða skemmri tíma, að hluta til eða í heild, er með öllu óheimil samkvæmt ákvæðum leigusamninga félagsins og leigutaka og samkvæmt ákvæðum húsaleigulaga. Slík endurleiga samræmist ekki heldur tilgangi hinnar félagslegu húsnæðisaðstoðar sem liggur að baki öllum leigusamningum félagsins, en þar komast færri að en vilja. Búast má við tafarlausri riftun samninga við broti á þessu banni.
FÉLAGSBÚSTAÐIR 20 ÁRA
11.09.2017
Félagsbústaðir bjóða viðskiptavinum sínum og samstarfsfólki til afmælishátíðar í Tjarnarsal ráðhúss Reykjavíkur miðvikudaginn kemur, þann 13. september. Hátíðin hefst kl 14:00 og stendur til um kl 16:00. Af þessum sökum verður skrifstofa félagsins lokuð frá kl 12:00 á miðvikudag. Hlökkum til að sjá ykkur á afmælishátíðinni. Starfsfólk Félagsbústaða
Hækkun húsaleigu
27.07.2017
Borgarráð hefur samþykkt 5% hækkun á leiguverði Félagsbústaða og tekur hækkunin gildi 1. ágúst og er sú sama fyrir allar leigueiningar.
Fréttatilkynning
10.06.2017
Í tengslum við hækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum og hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi Reykjavíkurborgar vilja Félagsbústaðir koma eftirfarandi á framfæri.
FÉLAGSBÚSTAÐIR KAUPA EIGNIR
23.03.2017
Í lok árs 2016 keyptu Félagsbústaðir nokkrar fasteignir af Reykjavíkurborg. Afhending eignanna mun fara fram 1. apríl næstkomandi.
TVEIR NÝIR ÍBÚÐAKJARNAR FYRIR FATLAÐ FÓLK Í BYGGINGU
23.02.2017
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók í dag fyrstu skóflustungu að nýjum íbúðakjarna við Austurbrún 6a. Kjarninn er annar af tveimur sem nú verður ráðist í að byggja.
Víxlun reita á greiðsluseðli
01.02.2017
Sú leiða villa átti sér stað við útprentun greiðsluseðla vegna leigu fyrir febrúar 2017 að fjárhæðir bóta víxluðust. Sú fjárhæð sem á greiðsluseðlinum er merkt „húsaleigubætur“ er í raun fjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings frá Reykjavíkurborg. Sú fjárhæð sem á greiðsluseðli er merkt „Sérst. Húsal.b.“ er í raun fjárhæð almennra húsnæðisbóta frá Vinnumálastofnun.
HÚSNÆÐISBÆTUR OG SÉRTÆKUR HÚSNÆÐISSTUÐNINGUR
01.02.2017
Á greiðsluseðlum sem Félagsbústaðir senda út vegna íbúða sem félagið leigir út, er búið að draga frá bætur sem félagið fær greiddar vegna leiguíbúða, þ.e. almennar húsnæðisbætur frá vinnumálastofnun og sérstakan húsnæðisstuðning frá Reykjavíkurborg. Bætur eru háðar efnahag leigutaka, en um hann hafa Félagabústaðir ekki vitneskju. Ef leigutaki hefur ekki sótt um bætur koma þær ekki til frádráttar leigugreiðslu á greiðsluseðli og greiðslubyrði leigutaka hækkar.
BREYTING Á LEIGUKERFI
19.01.2017
Nýtt kerfi til ákvörðunar leiguverðs hjá Félagsbústöðum tekur gildi frá og með 1.febrúar næstkomandi.