Chat with us, powered by LiveChat

Um félagið

Hlutverk Félagsbústaða er að leigja út íbúðir til einstaklinga og fjölskyldna sem úthlutað hefur verið félagslegu leiguhúsnæði af velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið hlutafélag alfarið í eigu Reykjavíkurborgar.  

Leigðar eru út ríflega 3.000 íbúðir víðs vegar um borgina og á hverju ári festa Félagsbústaðir kaup á fjölda íbúða og byggja húsnæði sem mætir sértækum þörfum leigjenda vegna fötlunar. Miðað er við að um 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir.

Reykjavíkurborg er eigandi Félagsbústaða, skipar í stjórn félagsins og leggur megin línur í starfseminni, eins og hlutfall félagslegs leiguhúsnæðis og áherslur um félagslegan fjölbreytileika í hverfum borgarinnar. Lögð er rík áhersla á að leiguverð sé viðráðanlegt fyrir leigjendur.

Fram til ársins 1997 var umsjón og rekstur félagslegra leiguíbúða meðal verkefna borgarinnar. Þá var gerð breyting og stofnað um starfsemina óhagnaðardrifið fyrirtæki, Félagsbústaðir hf.,  til þess að sjá um starfsemina; þjónustu við leigjendur, viðhald fasteigna, uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis og fleira sem viðkemur fasteignarekstri.  

Að hverju ertu að leita?